Halldór
Einarsson fæddist í Brandshúsum í Gaulverjabæjarhreppi
15. október 1893. Foreldrar hans voru Einar Einarsson bóndi
þar og kona hans Þórunn Halldórsdóttir
frá Teigi í Fljótshlíð.
|
|
Mig
langaði alltaf að læra tréskurð,
en það var ekki hægt að komast að,
bara eitt verkstæði, og það var fullsetið.
Ég beið því í fimm ár
eftir plássi hjá Stefáni Eiríkssyni,
og þegar það tókst, var ég þar
í fjögur ár og tók þá
próf í teikningu og tréskurði." |
|
Halldór
hélt til Vesturheims árið 1922 og starfaði
lengst af ævinnar við tréskurð í húsgagnaverksmiðju
í Chicago.
Snemma
tók hann þá ákvörðun að
hann vildi ekki leitast við að vinna sér heiður
og nafn sem listamaður. Hann vildi heldur skera út
rósir og króka sem iðnaðarmaður. Halldór
vildi heldur ekki nota orðið list um verk sín því
þau væru tómstundaverk og sum gerð af þörf
fyrir afþreyingu.
|
Kreppan
kom og fór. Svo kom stríðið, og um það
leyti sem það byrjaði, þá giftist
ég pólskri konu Josefine Jablonsky og bjuggum
við í Chicago í 10 ár. Þá
dó konan mín. Þá nokkru áður
átti ég tækifæri til að kaupa
litla lóð úti í smábæ
25 mílur frá Chicago og hugsaði mér
oft, að hérna ætlaði ég mér
að deyja. Ég hugsaði ekkert um að fara
til Íslands, bjó aðeins sem einbúi
úti í þessum skógi, í kofa
þar á þessum litla bletti. Þarna
bjó ég í full tuttugu ár, einsamall
með hinni dásamlegu náttúru." (Páll
Lýðsson skráði í mars 1975) |
|
Í kringum 1930 skar Halldór út í húsgögn
fyrir rafmagnsfrömuðinn Hjört Þórðarson.
Voru þau í bókasafni Hjartar á Klettey
í Michiganvatni, en safn það var fágætt
að gæðum. Bók um þessi verk Halldórs
kom út árið 1999. Sjá
nánar um verk Halldórs í Klettey.
Árið
1965 kom Halldór aftur til Íslands og eftirlét
Árnessýslu þá skornu gripi í
tré og stein, sem hann hafði heim með sér
úr Vesturheimi. Hann lést á Hrafnistu í
Reykjavík árið 1977. Sjá
nánar um gjöf Halldórs til LÁ.
|
Að
baki verka Halldórs liggja ólíkar hugmyndir.
Í mörgum þeirra birtist söknuður útflytjandans,
sem horfir til baka á sögueyjuna sína. Í
öðrum eru áhrif af táknfræði ólíkra
menningarheima og dulspeki, sem var í hávegum höfð
meðal listamanna eins og The Sevens" í Chicago
og áberandi í verkum Einars Jónssonar sem Halldór
dáði. Halldór var mjög hugmyndaríkur
við túlkun allskonar táknmáls í
tré. Hann fór ótroðnar slóðir
og frá skarpri þjóðfélagsádeilu
slær jafnvel skyndilega út í grín. |