Indverskar vörurÍslenskar vöruralvara.is
29/10/08 11:55 |
Kryddin koma fersk - beint af markaði í Indlandi |
||
svört piparkorn |
![]() |
![]() |
Alvöru indverskar mataruppskriftir hér fyrir neðan: |
||
Kókoshrísgrjón - karrýkjúklingur - rogan Josh - kormakjúklingur og þín eigin Garam Masala blanda:Magn krydds er teygjanlegt. Takið sjálfstæða ákvörðun. Skeiðar eru alls ekki sléttfullar í þessum uppskriftum, miklu fremur kúfaðar. Um að gera að prófa sig áfram. Kryddin gefa bragð en chilí gerir réttinn sterkan. Alvöru kókoshrísgrjón4 bollar basmati hrísgrjón Fyllið fjóra bolla af góðum basmati hrísgrjónum, setjið í skál og skolið úr köldu vatni. Notið hendurnar og hrærið í. Sigtið vatnið frá og setjið hrísgrjónin í pott ásamt sex bollum af köldu vatni og einni dós af kókosmjólk. Hrærið. Grófsteytið í mortéli kanilstöng, svört piparkorn, kardimommur og negulnagla og búið til ykkar eigið masala [kryddblöndu] og blandið saman við hrísgrjónin með trésleif ásamt túrmeriki, chilí [má sleppa], kasjúhnetum og salti. Sjóðið við vægan hita. Hrísgrjónin eru tilbúin þegar vatnið er gufað upp. Alvöru karrýkjúklingur3-4 laukar Smáttskerið hvítlaukinn og blandið honum saman við engifer, salt og olíu. Nuddið saman við kjúklingabitana og geymið í að minnsta kosti eina klst í skál. Maukið tómatana og skerið ferskt kóríander í smátt. Skerið paprikuna í fallega bita. Steytið saman í mortéli kanilstangir, negulnagla og grænar kardimommur. Steikið í olíu í um hálfa mínútu og gætið vel að brenna ekki. Blandið saman við smáttskornum lauknum og steikið uns hann er gullinn. Setjið kryddlegna kjúklingabitana út í og steikið áfram. Látið snarka í og finnið ilminn, hrærið með trésleif, látið malla. Blandið nú saman við túrmeriki, kóríander, kúmíni og rauðu chili og hrærið vel. Þá er tómatmaukinu bætt út í. Eldið við háan hita í 5 mínútur. Bætið út í paprikunni og 1-2 bollum af vatni og hitið að suðu. Setjið lok á og látið malla þar til tilbúið. Alvöru Rogan Josh6-7 negulnaglar Skerið lambakjötið í hæfilega bita. Steytið saman í mortéli piparkorn, kanilstangir, negulnagla og grænar kardimommur. Steikið í olíu í um hálfa mínútu og gætið vel að brenna ekki. Blandið kjötbitunum saman við og eldið við miðlungshita í 5-10 mínútur, hrærið stöðugt í þar til kjötið hefur tekið á sig rauðbrúnan lit. Hellið svolitlu af vatni yfir og mallið áfram við vægan hita í 20 mínútur [fer reyndar eftir stærð bitanna]. Hrærið reglulega í. Bætið við chili, steyttu fennel, engifer, kóríander og smakkið réttinn til með salti eða krafti. Passið ykkur samt á því að gera ekki of mikið af slíku. Salt/kraftur getur dregið mjög úr hinu „rétta” bragði. Hrærið jógúrt saman við tvo bolla af vatni og hellið yfir kjötið. Látið réttinn malla undir loki þar til kjötið er orðið mjúkt og hefur dregið í sig ilm og bragð kryddsins. Hrærið í af og til. Alvöru kormakjúklingur2-3 laukar Skerið hvítlaukinn í smátt og blandið honum saman með engifer, salti og olíu við kjúklingabitana. Geymið að minnsta kosti í eina klst. Hitið olíuna vel og skerið laukinn, steikið þangað til gylltur. Setjið kryddlegna kjúklingabitana út í og steikið áfram. Látið snarka í og finnið ilminn, hrærið með trésleif, látið malla. Skvettið mjólkurafurðum út í, ef notuð er jógúrt er henni blandað varlega saman við, ásamt kasjúhnetunum. Hrærið. Kryddið nú réttinn af tilfinningu, kóríander, chilí, garam masala, túrmerik. Gefið hverju kryddi rými og tíma. Blandið saman við dós af kókósmjólk. Hrærið áfram varlega, eldið bitana í gegn, smakkið réttinn til, með salti, krafti, örlitlu af sætuefni ef þið eruð veik fyrir þeim. Passið ykkur samt á því að gera ekki of mikið af slíku. Alvöru Garam Masala [sterk blanda]
|
|